Háskólinn í Reykjavík, í samstarfi við Háskólan á Akureyri, mun bjóða upp á nám í Haftengdri nýsköpun í haust. Undirbúningur námsins er í fullum gangi og enn er opið fyrir umsóknir. Námið er staðarnám í Eyjum og er ekki mögulegt að vera í fjarnámi. Inntökuskilyrði er stúdentspróf eða sambærilegt próf. Yfir tíu manns hafa þegar skráð sig.