Hákon Daði Styrmisson hefur skrifað undir nýjan 3 ára samning við Hauka. www.fimmeinn.is greindi frá þessu. Hákon hefur leikið mjög vel eftir að hann kom til Hauka í janúar og verður klárlega mikil styrking í framtíðinni.
�?að verður nóg um að vera hjá Hákoni á næstunni en Haukar eru að undirbúa sig fyrir úrslitaeinvígi gegn Aftureldingu ásamt því mun Hákon vera í stóru hlutverki með U-20 ára landsliðinu sem verður í lokakeppni EM í danmörku.