Hákon Daði Styrmisson er í liði fyrstu og annarrar umferðar undankeppni Evrópumótsins í handknattleik eftir leik sinn með íslenska landsliðinu í Laugardalshöll gegn Litháaen í síðustu viku. Handknattleikssamband Evrópu tók saman úrvalsliðið og birti á vef sínum í dag ásamt myndskeiðinu sem er hér að neðan. Þar er Hákon ekki í amalegum félagsskap en meðal annarra sem er í liði umferðarinnar er goðsögnin Kiril Lavaorv frá Norður-Makedóníu.
Hákon Daði lék frábærlega í sínum fyrsta stóra landsleik. Hann skoraði átta mörk í átta skotum.
If this Best 7️⃣ of #ehfeuro2022 Qualifiers Round 1+2 & #ehfeurocup was a team, we would not want to face it ?
Which player could we add to this Best 7? pic.twitter.com/QtVWgrFabd— EHF EURO (@EHFEURO) November 10, 2020
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst