Annar mannanna sem lenti í bílveltu við Ásólfsskála austan við Markarfljót í gærmorgun liggur þungt haldinn á gjörgæsludeild Borgarspítalans í Fossvogi og er honum haldið sofandi í öndunarvél. Læknir á gjörgæslu vildi ekki segja mikið um áverka mannsins annað en að hann væri alvarlega slasaður. Ekki fengust upplýsingar um líðan félaga hans en báðir voru þeir fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar, TF-LIF af slysstað í gær og var annar maðurinn sagðir vera með mikla höfuðáverka
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst