Í síðustu viku voru árleg umhverfisverðlaun Vestmannaeyja veitt fyrir endurbætur til fyrirmyndar, snyrtilegasta garðinn, snyrtilegasta fyrirtækið, snyrtilegustu götuna og snyrtilegustu húseignina. Að þessu sinni hlutu hjónin Halla Svarvarsdóttir og �?lafur Einarsson verðlaunin fyrir snyrtilegasta garðinn, enda vel hirtur og fallegur. Halla Svavarsdóttir er Eyjamaður vikunnar að þessu sinni.
Nafn: Halla Svavarsdóttir.
Fæðingardagur: 29. október árið 1957.
Fæðingarstaður: Vestmannaeyjar.
Fjölskylda: Gift �?lafi Einarssyni, eigum þau Sindra, Daða, Einar Gauta og Svövu Töru. Makar þeirra, fjögur barnabörn og hundinn �?sku.
Draumabíllinn: Á hann.
Uppáhaldsmatur: Íslenskt fjallalamb og humar.
Versti matur: �?essi gamli sem er á þorrablótum.
Uppáhalds vefsíða: mbl.is og marinetraffic.com.
Hvaða tónlist kemur þér í gott skap: Brekkusöngurinn.
Aðaláhugamál: Fjallgöngur, úteyjalíf, skógrækt og svo elska ég að fara á Heimaklett með pabba.
Hvaða mann/konu myndir þú vilja hitta úr mannkynssögunni: Væri gjarnan til í að hitta ömmu Höllu aftur.
Fallegasti staður sem þú hefur komið á: Vestmannaeyjar og Norðurfjörður í Árneshreppi.
Uppáhalds íþróttamaður og íþróttafélag: Enginn íþróttamaður í uppáhaldi en íþróttafélagið er ÍBV.
Ertu hjátrúarfull/ur: Nei.
Stundar þú einhverja hreyfingu: �?g stunda fjallgöngur, viðra hundinn og svo er ég í Dugnaði hjá Minnu og Steinu.
Uppáhaldssjónvarpsefni: Góðir krimmar.
Hefur þú lengi haft áhuga á garðyrkju: Áhuginn hefur líklega komið þegar ég vann við uppgræðslu á Heimaey eftir gos. �?egar maður sá svarta flekki breytast í græna á skömmum tíma. �?að var svolítið eins og við værum að endurheimta Eyjuna okkar.
Er mikil vinna að halda úti fínum garði: Nei alls ekki. Mesta vinnan er til að byrja með, þegar verið er að skipuleggja og setja niður. Nú þarf ég aðallega að klippa og slá, sem sagt bara skemmtilegt.
Áttu þér einhverja uppáhalds plöntu eða er það bara garðurinn í heild: Nei engin planta er í uppáhaldi, þykir vænst um þær sem eru duglegar að vaxa. �?að sem garðurinn gefur mér er mikið fuglalíf og gott skjól.