Boban Ristic kemur frá Serbíu en hefur íslenskt ríkisfang. Hann kom fyrst til landsins 1998 og lék við góðan orðstír með KVA í 1. deildinni þar sem hann spilaði samtals 19 deildar- og bikarleiki á tímabilinu og skoraði í þeim 12 mörk. �?aðan lá leið hans í Stjörnuna og lék hann í Garðabænum tvö tímabil, annað í úrvalsdeildinni árið 2000.
Boban spilaði 39 leiki og skoraði 12 mörk áður en hann hélt til Víkings R. 2001 og lék með þeim eitt tímabil í 1. deildinni. Eftir það lék Boban með Aftureldingu í 1. og 2. deild sumrin 2002 og 2003. �?að er því ljóst að Hamarsmenn hafa náð sér í mikinn reynslubolta því Boban hefur leikið 109 leiki á 6 árum í þrem efstu deildum Íslandsmótsins og skorað í þeim samtals 33 mörk.
Með tilkomu nýs þjálfara hefja Hamarsmenn undirbúning að næsta keppnistímabili þar sem stefnan er tekin á sæti í úrslitakeppni 3. deildar með það að markmiði að lyfta sér upp um deild. Hamarsmenn áttu sitt besta tímabil frá stofnun félagsins síðastliðið sumar og því greinilegt að mikill metnaður er kominn í starf Hamarsmanna og er mikill hugur í Hvergerðingum fyrir komandi sumar. Hamarsmenn halda flestum leikmönnum sínum frá síðasta tímabili og stefna að því að styrkja leikmannahópinn enn frekar fyrir næsta tímabil.
Frétt frá Hamri.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst