ÍBV og ísraelska félagið Hapoel Ramat Gan hafa samið um að báðir leikir liðanna í 2. umferð Áskorendabikars karla í handknattleik fari fram í Vestmannaeyjum. �?etta kemur fram á mbl.is þar sem segir að þetta sé annað árið í röð sem Eyjamenn dragast gegn liði frá Ísrael og í fyrra var sami háttur hafður á. ÍBV lék þá við Maccabi Rishon Le Zion og tapaði báðum leikjunum á heimavelli, fyrst 25:30 og síðan 25:27.
Fyrri leikurinn, heimaleikur ísraelska liðsins, verður í Eyjum föstudagskvöldið 16. október klukkan 19.30 og sá síðari, heimaleikur ÍBV, fer fram á sunnudeginum 18. október klukkan 13.
Liðið sem sigrar samanlagt mætir portúgalska liðinu Benfica í 3. umferð keppninnar seinnipartinn í nóvember.