�??Aðalfundur Sjómannafélagsins Jötuns harmar þá afstöðu LÍ�? að semja ekki við sjómenn nema skiptaprósenta verði lækkuð umtalsvert. LÍ�? vill meina að sjómenn eigi að taka þátt í að greiða auðlindagjöld í sjávarútvegi. Ítrustu kröfur þeirra gera ráð fyrir 25-30 milljarða króna lækkun á launum sjómanna á ársgrundvelli. �?essar kröfur LÍ�? eru komnar út yfir allt velsæmi.�?? �?etta kemur fram í ályktun aðalfundar Jötuns sem haldinn var á föstudaginn í Alþýðuhúsinu í Vestmannaeyjum. �?ar segir jafnframt að hagnaður veiða og vinnslu á Íslandi hefði 2012 verið rúmar 42 milljarðar króna.
�??�?að eru ný sannindi og gömul að þegar vel gengur í veiðum og vinnslu hagnast báðir aðilar, sjómenn og útvegsmenn. Laun sjómanna eru góð um þessar mundir eins og hagnaður útgerðarinnar. En mikill vill meira og nú skal seilst í vasa sjómanna til að greiða skatt sem settur er á veiðar og vinnslu.
Aðalfundur Jötuns 2013 mótmælir harðlega fiskverðákvörðunum fyrirtækja í Vestmannaeyjum. Sérstaklega í uppsjávarfiski. �?ar eru Eyjamenn alltaf lægstir. Eitthvað er bogið við þetta ástand, annaðhvort eru menn að svína á sjómönnum eða kunna ekki að selja afurðirnar. Fundurinn brýnir fyrir útvegsmönnum og sjómönnum að semja um verð áður en vertíð hefst. Ekki með einhliða ákvörðunum útgerðarmanna sem sendar eru um borð í skipin.
Aðalfundur Jötuns 2013 mótmælir aflagningu sjómannaafsláttar. Um áramót næstkomandi fellur sjómannaafslátturinn alveg fyrir borð. Íslenskir sjómenn eru fjarri heimilum sínum megnið af árinu og nýta samfélagslega þjónustu minna en aðrir landsmenn. �?að er lágmarkskrafa að sjómönnum sé umbunað með skattaafslætti eða komið verði á fót dagpeningakerfi, svipað og aðrir hafa sem vinna fjarri heimilum sínum.
Aðalfundur Jötuns 2013 brýnir fyrir stjórnvöldum að Landhelgisgæslunni verði tryggt nægt fjármagn til að halda úti eðlilegri starfssemi. Niðurskurður til LHG er orðinn kominn að þolmörkum og má færa fyrir því rök að öryggi sjómanna sé ógnað vegna þessa. Aðalfundurinn krefst þess að stjórnvöld hafi öryggi sjómanna í fyrsta sæti þegar kemur að fjárútlátum til LHG og leitað verði allra leiða til að tryggja að svo sé.�??