Hásteinsvöllur fær mikið lof
19. ágúst, 2015
Skoskur áhugamaður um fótboltavelli, Marc Boal heimsótti Ísland fjórum sinnum og ferðaðist um landið. Hann heimsótti fjórtán íslenska fótboltavelli og skrifaði um þá í fjórum bloggfærslum. Hásteinsvellur kemur fyrir í öðru bloggi kappans og fær völlurinn mikið lof.
Hér má sjá lausþýdda grein frá blogginu:
Næst tók við tveggja tíma rútuferð frá Reykjavík til Landeyjahafnar og 35. mínútna bátsferð til eldfjallaeyjunnar Vestmannaeyja til að heimsækja Hásteinsvöll, heimavöll ÍBV. �?etta var stutt ganga frá höfninni og upp smá hæð og þar var völlurinn í allri sinni dýrð �??a totally WTF moment�?� Völlurinn er einn af þeim sérstökustu í Evrópu, ÍBV var stofnað árið 1903 og hefur unnið þrjá Íslandsmeistaratitla og fjóra bikarmeistaratitla í þeirra nafni. Völlurinn tekur 3000 manns, með nýrri yfirbyggðri stúku, sem er með útsýni yfir stórbrotið landslag. Fyrrverandi markmaður Liverpool, David James spilaði hér í stuttan tíma fyrir einu eða tveimur árum, goðsögnin hér er Tryggvi Guðmundsson sem er fæddur í bænum og er markahæsti leikmaður í íslenska boltanum. �?egar ég sat í nýju stúkunni og tók myndir var það súrrealískt, það var algjör þögn fyrir utan fuglahljóð í fuglunum sem flugu yfir fjöllin og klettanna. �?g fór niður á völl til að taka fleiri myndir og fann bolta, ég varð að gera það. �?g skaut í boltanum í markið í þessu stórbrotna umhverfi, boltinn varð eftir í netinu þar sem ég fór og fékk mér hádegismat. �?að eru ekki margir einstaklingar sem geta sagt að þeir hafi skorað mark á þessum stórkostlega stað.
Hér má lesa öll bloggin, meðfylgjandi fréttinni eru myndir sem Marc tók af Hásteinsvelli.
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst