Hátíðahöldin á Þjóðhátíðardaginn 17. júní, verða með hefðbundnu sniði í Vestmannaeyjum. Gengið verður fylktu liði frá Íþróttamiðstöðinni klukkan 13.30, niður á Stakkó en félagar úr Lúðrasveit Vestmannaeyja leika fyrir göngunni. Á Stakkagerðistúni setur Páley Borgþórsdóttir, formaður bæjarráðs, hátíðina en hátíðarræðuna flytur Páll Marvin Jónsson, formaður skólamálaráðs og bæjarfulltrúi.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst