Eyjabíó hefur nú verið opið í rúman hálfan mánuð og sagði Axel Ingi Viðarsson, eigandi Eyjabíós, fyrstu vikurnar hafa gengið vel þegar blaðamaður sló á þráðinn til hans. �??�?etta hefur bara gengið frábærlega, verið alveg æðislegt.�??
Hversu marga gesti hafið þið fengið hingað til? �??�?tli þetta sé ekki að detta í 1500 gesti síðan við opnuðum,�??sagði Axel Ingi en samkvæmt honum eru gestirnir að stærstum hluta á bilinu 12-30 ára. Af hverju stafar það að eldra fólk mætir ekki meira í bíó en raun ber vitni? �??�?g held að fólk muni alveg gera það, ég held það þurfi bara að vera réttu myndir. �?g man þig hefur verið í gangi og fengið frábærar viðtökur og hvet ég alla til að sjá hana,�?? sagði Axel Ingi sem notaði tækifærið til að brýna fyrir fólki sem ekki vill missa af spennandi kvikmyndum að drífa sig í bíó. �??Mig langar að minna á að kvikmyndirnar eru mesta lagi sýndar átta sinnum og stundum sjaldnar þar sem það fer eftir vinsældum. Fólk þarf að nýta tækifærið meðan það gefst því það eru svo margar myndir bókaðar hjá okkur og sífellt verið að skipta.�??
Er eitthvað spennandi á leiðinni? �??Já, þetta er stórt bíósumar og margar myndir væntanlegar, allt frá viðbjóðslegum hryllingsmyndum yfir í stórar teiknimyndir,�?? sagði Axel Ingi, að lokum.