�?rátt fyrir hetjulega baráttu á lokamínútum tókst ÍBV ekki að tryggja sér sigur gegn Haukum í fjórða leik liðanna og tryggja sér þar með oddaleik í undanúrslitum Olísdeildar karla. Leiknum lauk þeim tveggja marka sigri Hauka sem eru þar með komnir í úrslit. Staðan í hálfleik var 15:11.
ÍBV byrjaði betur en voru síðan lengst af undir en náðu góðri rispu í lokin en það dugði ekki til. Á annað þúsund manns var í salnum og skemmtu sér vel eins í öllum leikjunum fjórum.
Stemmningin í leiknum var mikil, bæði utan og innan vallar og nokkur hópur Haukamanna var mættur á pallana sem gerði þetta enn skemmtilegra. �?essa rimma ÍBV og Hauka sem fór í fjóra leiki hefur boðið upp á allt það sem hægt er að bjóða upp á í handbolta og er kannski fyrst fremst sigur fyrir handboltann.
Eyjamaðurinn í liði Hauka, hornamaðurinn knái, Hákon Daði Styrmisson var fyrrum félögum sínum í ÍBV erfiður í þessu leikjum. Má segja að þetta hafi verið einvígi milli hans og Theodórs Sigurbjörnssonar en þar eru á ferð tveir efnilegustu og jafnvel með bestu hornamönnum landsins.
Líka áttust þarna við tveir af okkar bestu þjálfurum, Arnar Pétursson hjá ÍBV sem tók við af Gunnari Magnússyni sem nú stýrir Haukum. Nái Haukaliðið að landa Íslandsmeistaratitlinum þetta árið eiga Eyjamenn því nokkurn hlut í því. Og því ber að fagna og bíða svo og sjá hvernig einvígið fer að ári.
Teodór Sigurbjörnsson skoraði 9 mörk, Andri Heimir Friðriksson, Einar Sverrisson, Dagur Arnarsson og Agnar Smári Jónsson 3, Sindri Haraldsson og Grétar �?ór Eyþórsson 2 og Kári Kristján Kristjánsson, Nökkvi Dan Elliðason og Elliði Snær Viðarsson.
Hákon Daði skoraði 8 fyrir Hauka.