Ég heiti Birna Kristbjörg Björnsdóttir og mig langar að kynna mig aðeins fyrir þér lesandi góður. Ég er viðskiptafræðingur að mennt, en er líka eiginona, móðir og amma. Ég lærði í fjarnámi frá Háskólanum á Akureyri og útskrifaðist í júní 2010. Síðasta starf til tæpra 11 ára (1999 til ársloka 2009) var hjá Sýslumanninum í Keflavík þar sem ég starfaði í útibúinu í Grindavík. Fámennu útibúi þar sem starfsmenn komu að nánast öllum verkefnum sem unnin eru á sýsluskrifstofum. Áður heimavinnandi húsmóðir, barnauppeldi og ýmis störf utan heimilis.