Hefja undirbúning að lagningu nýrrar vatnsleiðslu til Vestmannaeyja
26. október, 2022
Frá lagningu á vatnsleiðslu

Bæjarráð skipaði þann 29. september sl., sérstakan starfshóp um lagningu nýrrar vatnslagnar til Vestmannaeyja. Hópurinn er skipaður Írisi Róbertsdóttur, bæjarstjóra, Eyþóri Harðarsyni, fulltrúa bæjarráðs, framkvæmdastjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs og framkvæmdastjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs.

Þann 6. október sl., átti bæjarráð fund með stjórn og framkvæmdastjórn HS veitna, m.a. um nýja vatnsleiðslu til Vestmannaeyja. Fulltrúar Vestmannaeyjabæjar gerðu fulltrúum HS veitna grein fyrir þeim viðbrögðum sem innviðaráðuneytið hafði sýnt Vestmannaeyjabæ við beiðni um fjáhagslegan stuðning við nýja vatnslögn til Vestmannaeyja. Fram kom á fundi aðila þjóðhagsleg nauðsyn þess að ráðist verði í slíka framkvæmd og jákvætt tekið í þá tillögu að hefja undirbúning að lagningu nýrrar lagnar. Ákveðið var að Vestmannaeyjabær sendi stjórn HS veitna formlega beiðni um samstarf aðila um undirbúning lagnarinnar.

Starfshópurinn sem skipaður var af bæjarráði kom til fundar þann 18. október sl. Þar voru m.a. samþykkt drög að bréfi til stjórnar HS veitna um samstarf um að hefja undirbúning að lagningu nýrrar vatnslagnar. Bréfið hefur verið sent og óskað eftir að hefja undirbúning sem fyrst svo hægt verði að leggja nýja vatnslögn sumarið 2024.

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
6. tbl. 2025
6. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.