�??�?etta er þriðji bikarúrslitaleikurinn minn, ég er búinn að vinna og tapa gegn KR. Fyrri leikinn vann ég 2:0 og seinni tapaðist 2:1,�?? segir Kristján Guðmundsson sem kann sérstaklega vel við sig í bikarkeppnum. �??Mér finnst þetta mjög gaman, mér finnst gaman að stilla upp liðinu fyrir bikarleiki. Númer eitt er að halda hreinu og svo að hafa skiptingarnar góðar og réttar.�??
Maður þarf væntanlega að fara með allt annað hugarfar inn í svona leik eða hvað? �??Í svona leikjum er bara sigur eða tap og ekkert þar á milli, það er öðruvísi en í þessum venjulegu leikjum. Ef þú lendir undir þá tekur þú öðruvísi áhættur en þú myndir gera í deildarleik þar sem þú ætlar kannski bara að jafna og láta það duga. Í bikarnum þarftu líka að komast yfir og þar er allt öðruvísi upplegg, það er alveg rétt. Í byrjun reynir maður jafnvel bara að setja strax mark og setja upp varnartaktík en það getur líka reynst hættulegt, að sitja bara og verjast frá upphafi, oftar en ekki gefur það ekki nógu góðan árangur.�??
Í síðasta deildarleik, gegn Stjörnunni, féllu Eyjamenn einmitt svolítið langt aftur, með eins marks forystu og einum manni fleiri og endaði sá leikur með jafntefli. �??�?arna kemur einhver hugsun í menn, röng hugsun, að menn þurfi ekki að hlaupa eins mikið og þá gerist þetta. Jú jú við fengum mjög góð færi með því að liggja til baka og beita skyndisóknum en við hittum bara ekki rammann. Hefði eitthvert skotið ratað í netið þá væri eflaust talað um að þetta væri brillíant leikur og vel útfærður. �?g meina við skorum alveg, Hafsteinn Briem skorar löglegt mark sem er dæmt af og svona lagað skiptir svo rosalega miklu máli. Hefðum við bara skorað í sókninni þar sem Stjörnumaðurinn er rekinn út af þá væri leikurinn búinn,�?? segir Kristján og heldur áfram.
�??Sindri fær líka opið færi þar sem hann þurfti bara að hitta markið, Shahab fær líka færi undir lokin þar sem hann fær boltann á hægri fótinn en hann er örfættur. Við áttum mikla möguleika á því að klára leikinn. Við erum að æfa núna að spila fyrir framan vörnina og fara í gegnum hana. Við erum að skerpa á þessum hlutum því við þurfum að skora mörk til að koma okkur upp úr fallsæti og upp töfluna og náttúrulega til að vinna þennan bikarleik. �?að er deildarleikur næst og við þurfum að skora í honum til að vinna stigin og það er það sem við erum fókuseraðir á núna.�??
Aðspurður út í stöðuna á hópnum segir Kristján ekki alla leikmenn leikfæra. �??Hafsteinn Briem meiddist í deildarleiknum gegn Stjörnunni og við vitum ekki hvernig verður með hann, það er tvísýnt. Jónas Næs fékk blóðeitrun í leiknum í Garðabænum og hefur ekki æft síðan þá. Með þessa tvo vitum við ekki en aðrir eru heilir.�??
Andstæðingurinn erfiður
Hvernig horfir þessi bikarleikur við þér, sérstaklega í ljósi leikjaprógrammsins hjá FH-ingum? �??FH fer í gang þegar þeir spila þessa Evrópuleiki og spila tvo leiki í viku, þá komast þeir í sinn takt. �?eir fíla það í botn og mér finnst þeir hafa orðið betri eftir það, það var eins og þeir þurftu eitthvað smá adrenalín. �?að er ábyggilega búið að setja mikla pressu á þá að standa sig vel þar og ná inn fjármunum. Svo bættu þeir við tveimur mönnum til að höndla þetta leikjaálag betur. �?eir eru erfiðir, það er erfitt að verjast þeim og sækja á þá, þú vilt helst pressa á þá en þú mátt ekki fara of hátt á þá því þá fara þeir í gegnum þig. �?annig að setja upp leik gegn þeim getur verið flókið,�?? segir Kristján en FH spilar ekki næsta Evrópuleik fyrr en 17. ágúst og ættu því að vera álíka ferskir og Eyjamenn í leiknum á laugardaginn.
Stuðningurinn mun væntanlega skipta sköpum í þessum leik þannig það hlýtur að vera markmið að fá eins margt fólk og hægt er á leikinn? �??Já, ég heyri það að ráðið er að reyna að setja upp bátsferðir og rútuferðir og reyna að gera það eins auðvelt og hægt er fyrir Eyjamenn að komast á leikinn með sem minnstum kostnaði. Svo er bara endilega að þegar fólk er komið á völlinn og er að hvetja, að halda því svolítið lengur gangandi, þetta kemur stundum í kippum. Við þurfum á öllum stuðningi að halda, út allan leikinn. �?egar við vorum komnir yfir á móti Stjörnunni í Garðabænum þá vorum við að reyna að koma skilaboðum upp í stúku að reyna að detta ekki svona oft niður heldur halda áfram, það skiptir gríðarlegu máli.,�?? segir Kristján.
Nú kom fyrsti Bikartitillinn ´68, svo ´72, næst ´81 og núna síðast ´98. Bilið er augljóslega alltaf að lengjast, er ekki löngu kominn tími? �??�?að skiptir miklu máli fyrir starfið að taka inn titil, það er engin spurning með það. Liðið var nærri því í fyrra en við þurfum bara að taka eitt skref í viðbót og klára þennan úrslitaleik. Við eigum alveg möguleika en við þurfum að eiga góðan leik, við vitum það. �?að hafa verið þessi topplið í deildinni sem hafa verið að vinna bikarinn undanfarin ár, það hefur verið minna um óvænt úrslit en eins og ég segi, það væri gríðarlega gott fyrir deildina og félagið að fá inn titil núna.�??
Segir Kristján jafnframt að bikartitill gætir reynst liðinu dýrmætur fyrir seinni hluta deildarinnar. �??Sigur myndi auka sjálfstraust okkar alveg gríðarlega, alveg margfalt og við myndum tvímælalaust koma margfalt öflugri inn í deildina og ekki veitir af, við megum ekki tapa mikið fleiri leikjum.�??
Ánægður með nýju leikmennina
En er Kristján ánægður með nýju varnarmennina sem komu í glugganum? �??Já, þegar þeir spila þá er ekkert vesen, þeir eru yfirvegaðir og þekkja leikinn vel og hvernig á að spila hann. Svo tala þeir gríðarlega vel og öll skilaboð og færslur hafa gengið vel, eitthvað sem liðið hefur vantað og hefur þetta kveikt í öðrum leikmönnum eins og ég vonaðist eftir. Við erum búnir að spila tvo leiki eftir að þeir komu, einn sigur og eitt jafntefli og vonandi helst sá taktur áfram. Vonandi náum við líka inn spænska miðjumanninum sem er að æfa með okkur, það er eiginlega nauðsynlegt, hann er sóknarsinnaður og myndi auka gæðin í sókninni. �?að var eitthvað vesen með pappíra úti á Spáni og er fast í kerfinu. En þetta er ekki búið, við sendum inn alla pappíra á réttum tíma þannig það er enn möguleiki,�?? segir Kristján sem er sannfærður um að sá spænski muni bæta liðið. �??Við reyndum að finna þannig leikmann að það yrði niðurstaðan að hann myndi bæta liðið en þú veist aldrei. Eins og einhver sagði, það skiptir ekki máli hvort þú fengið Messi hingað, það er ekki víst að það myndi virka.�??