Tryggvi Hjaltason býður sig fram til stjórnalagaþings. Helsta ástæða þess að hann býður sig fram er sú að hann hefur áhyggjur af því að góðri stjórnarskrá sem nú er við lýði, verði breytt í flýti eða reiði. „Það hefur t.d. aldrei verið sýnt fram á að bankahrundið eða önnur stórvandamál okkar Íslendinga megi rekja til galla í stjórnarskránni. Mig grunar að margir sjái þetta sem tækifæri til að koma inn einhverju sem á ekki heima í stjórnarskrá,“ segir Tryggvi í tilkynningu sem hann sendi í dag og má lesa hér að neðan.