Við höfum lengi haft augastað á Páli Steingrímssyni í þáttinn Sjálfstætt fólk. Framlag Páls til íslenskrar heimildarmynda er einstakt en hann hefur eins og kunnugt er unnið fleiri og betri náttúrulífsmyndir en nokkur annar hér á landi og þótt víðar væri leitað,“ segir Jón Ársæll Þórðarson en Páll verður gestur í þætti hans á sunnudagskvöldið.