Ragnhildur Gísladóttir er Vestmannaeyjingum góðu kunn. Hún hefur margoft komið fram á þjóðhátíð og hefur síðustu ár tekið þátt eins og Vestmannaeyingur. Hún ætlar að koma fram á kvöldvökunni á sunnudeginum á þjóðhátíð.
Hvað er þjóðhátíð fyrir þér?
�?jóðhátíð fyrir mér er t.d. lundi í álpappír og flygill í hvítu tjaldi með strópljósum
Hvenær upplifðir þú þína fyrstu þjóðhátíð og hversu oft hefur þú mætt?
Mér finnst eins og ég hafi ekki almennilega upplifað þjóðhátíð fyrr en ég varð �??Vestmanneyingur�?� og það gerðist fyrir rúmum tólf árum síðan. �?g hef samt marg oft mætt á þjóðhátíð í Eyjum eins og t.d. með Stuðmönnum. Alltaf jákvæður stemmari.
Hvað heillar þig mest við hátíðina?
�?að er líklega allt vesenið í undirbúningnum hjá sjálfum Eyjabúunum sem ég hef reyndar einu sinni tekið þátt í alla leið. Vina- og fjölskyldustemningin sem myndast þarna í hvítu tjöldunum er einstök og það er magnað að fylgjast með svona samheldni og ást allt um kring.
Skemmtilegasta minningin af þjóðhátíð?
�?að var fyrsta þjóðhátíðin mín með Birki manninum mínum. Að vera í brekkunni á sunnudeginum í samsöngnum og ALLIR að syngja Fljúga hvítu fiðrildin við undirleik Árna Johnsen, ótrúlega næs. Svo kyssast allir þegar kveikt er á blisunum. �?að er eitthvað það rómantískasta móment sem ég hef upplifað.
Einu sinni gerðist það á einhverri hátíðinni þegar við Birkir vorum að fara úr einu hvítu tjaldinu í annað, að á leiðinni heyrum við fjölskyldu (pabbann og mömmuna með ca 16 ára son sinn) vera að syngja lag sem ég samdi einu sinni, Manst´ ekki eftir mér?, við gítarundirleik föðurins, mjög hógvært og flott. Við bíðum spennt fyrir utan tjaldið eftir að komi að viðlaginu, skutlumst þá inn og syngjum á fullu en við það verða þau skelfingu lostin og steinhætta að syngja og spila, segja ekki orð og við hreinlega hrökklumst út aftur. �?etta var vægast sagt vandræðalegt atriði.
Hvernig er tilfinningin að stíga á svið í dalnum?
Að fá þann heiður að stíga á sviðið í dalnum þegar þúsundir eru í sínu besta skapi í brekkunni, aðeins að fá sér eða bara með planið að skemmta sér og gleðjast, er ótrúlega gaman og hressandi.
Eitthvað sérstakt sem þú hlakkar til í ár?
Fyrir utan það að syngja með geðveikt skemmtilegu fólki á sunnudagskvöldinu í brekkunni og hitta svo vini mína, bæði í hvítum tjöldum og hjólhýsinu, þá held ég að tónleikarnir með Quarashi sé eitthvað sem EKKI nokkur maður, á þjóðhátíð í Eyjum 2016, megi missa af !