Heilbrigðiskerfið svarar ekki neyðarkalli úr Eyjum
11. júlí, 2023

Undirmannað er í Eyjum og álagið mikið segja yfirlæknar heilbrigðisstofnunarinnar þar í viðtali sem birtist á vef læknablaðsins í dag. Þeir óttast að enn verði þrengt að þjónustunni þar sem erfiðlega gengur að ráða lækna, bæði sem launamenn og verktaka. Annar þeirra hefur nú sagt starfi sínu lausu.

„Þá var ég í vinnu eða á gæsluvakt í rúmlega 4000 klukkustundir af 8700 klukkustundum ársins,“ segir hann við Læknablaðið. „Stundirnar voru svo 3100 árið 2021 og um 3800 árið 2022.“ Sá sem gengur vaktir á móti honum vinni vart minna.

Formaður Læknafélagsins og framkvæmdastjóri funduðu með þeim Davíð og Hafsteini Daníel Þorsteinssyni yfirlækni sjúkrahússins dagpart í lok maí. Þeir lýstu álaginu og því að æ erfiðara væri að fá lækna í vinnu til Eyja. Úrræðin fá og þeir oft undirmannaðir. „Við getum því nánast ekki boðið sjúklingum upp á bókaða tíma,“ segir Davíð.

Kjaramál voru efst á baugi á fundinum. Þeir lýstu bindingu í starfi og hvernig læknar í verktöku, sem áður björguðu því sem bjargað varð, fáist í minna mæli en áður. Verktakar viti að álagið á vöktunum sé mikið og það fæli frá. „Sjö símtöl eru að jafnaði áframsend í vaktsíma heilsugæslunnar á hverri vakt.“

Hafsteinn segir að hann hafi hlaupið í skarðið á heilsugæslunni í vaktafríi, þar sem ekki hafi tekist að bregðast við vandanum þar. „Segja má að ég hafi skotið mig svolítið í fótinn því ég hef mjög gaman af því að hjálpa til á heilsugæslunni þegar þörfin hefur verið brýn og ég haft tök á,“ sagði hann á fundinum.

Hafsteinn rekur það hvernig lagt hafi verið hart að honum að bæta við sig vinnu á heilsugæslunni í stað þess að taka frí eftir gæsluvaktir. Hann sagði frá óánægju sinni með það á fundinum og eftir það hefur staðan breyst. Hafsteinn hefur sagt upp störfum á stofnuninni og hættir 1. september. Framhaldið er óljóst.

Hafsteinn sagði frá því á fundinum að hann hafi bent bæjaryfirvöldum í Eyjum á að standa þurfi vörð um þjónustuna í Eyjum. Breytist forsendur starfsins, verði enn gengið á heilbrigðisþjónustuna í Eyjum. Staðan sé viðkvæm, sé stöðugt gengið á starfskrafta þeirra auk þess sem tveir læknanna séu að komast á aldur.

„Og annar þeirra er pabbi minn. Ég veit ekki hversu lengi hann kærir sig um álagið eða hvað hann gerir ef ég hverf á braut,“ segir Hafsteinn.

Steinunn Þórðardóttir sagði á fundinum að á hringferð félagsins í kringum landið hafi hún fundið að ekki sé nóg innsæi í verðmæti einstaklinganna sem standa vaktina úti á landi.

„Það er hins vegar alls óljóst hvort nokkur kemur í staðinn, hætti þeir sem þar eru. Það getur sett heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni í mikla hættu.“

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
6. tbl. 2025
6. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.