Ein skærasta söngstjarna Grænhöfðaeyja Tidy Rodrigues söng í gær fyrir Eyjamenn hina heillandi músík Cabo Verde eyjanna, þar sem afrískur ryþmi blandast portúgalskri fado tónlist með hrífandi hætti. Jafnframt var kynning á þessum framandi eyjum sem allt of fáir þekkja.
Um undirleik sá Hljómsveit Magnúsar R. Einarssonar og nágrennis, sem er auk Magnúsar skipuð þeim Eðvarð Lárussyni og Ásgeiri Óskarssyni. Vel var mætt í Eldheima og góð stemning, líkt og sjá má á myndasyrpu Óskars Péturs Friðrikssonar.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst