Heim eftir hátt í fjörtíu ár
1. júní, 2012
Landinn gægist undir hrauniði í Heimaey á sunnudagskvöldið kemur. Í þættinum er Gerði Sigurðardóttur, fyrrverandi íbúa og eiganda einbýlishússins Gerðisbraut 10, fylgt eftir þegar hún fær að líta inn í húsið sem grófst undir fimmtán metra þykkt vikurlag í gosinu 1973. Húsið stendur uppi en vikurinn flæddi inn um hurðir og glugga. Þótt tæplega fjörtíu ár séu síðan Gerður þurfti að yfirgefa heimili sitt þá man hún upp á hár hvar hver hlutur er geymdur og í þættinum fer hún í nokkurskonar fjársjóðsleit.
Skoða blaðið á netinu
Forsida 12 Tbl 2024
12. tbl. 2024
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst