Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu, undir stjórn Heimis Hallgrímssonar, vann frækinn 1:0 sigur á Króatíu á sunnudaginn í undankeppni fyrir HM í Rússlandi næsta sumar. Hörður Björgvin Magnússon skoraði eina mark leiksins á 90. mínútu. Leikurinn var gríðarlega mikilvægur fyrir þær sakir að þessi tvö lið eru jöfn að stigum á toppi riðilsins en aðeins sigur í riðlinum gefur öruggt sæti í úrslitakeppninni sjálfri. Sjálfur fagnaði Heimir fimmtugsafmæli daginn fyrir leik og óska Eyjafréttir honum til hamingju bæði með sigurinn og stórafmælið.
Fimmtugsafmæli á laugardaginn og sigur á Króatíu á sunnudaginn, ansi viðburðarík helgi? �??Já þetta gat ekki verið fullkomnari afmælisgjöf. �?essi sigur skiptir öllu máli fyrir framhaldið í riðlinum. �?g fékk svolítið að vera í friði á afmælisdaginn en það er svona hefðin daginn fyrir leik,�?? sagði Heimir ánægður með helgina. En ertu þá ekkert búinn að halda upp á neitt enn þá? �??Nei, ég er almennt ekki mikið fyrir svoleiðis en við fjölskyldan eigum eftir að gera eitthvað skemmtilegt.�??
Hver var lykillinn að sigrinum gegn Króatíu? �??Aðallega vinnusemi leikmanna og gott skipulag, þegar þú ert að spila gegn svona sterku liði eins og Króatíu þá þarftu alltaf að eyða út þeirra styrkleikum. �?að eru ofboðslega margir styrkleikar í þessu liði hjá þeim en okkur gekk vel að eyða þeim út,�?? segir Heimir og bætir við að jafntefli hefði líklega verið sanngjarnasta niðurstaðan. �??Jafntefli hefði líklega verði sanngjörnustu úrslitin en það var okkar leikskipulag að hafa ekki leik sem var opinn í báða enda þannig að mark í lokin var bara bónus og réðist í rauninni á því hvort liðið vildi sigurinn meira.�??
Smá pása nauðsynleg
Næsti leikur er gegn Finnlandi eftir tæpa þrjá mánuði, hvernig gengur svona undirbúningur fyrir sig? �?tlar þú að verja tíma þínum í Eyjum þangað til? �??�?g verð mestmegnis í Eyjum en ég mun samt borga Frey Alexanderssyni greiðann og fara með kvennalandsliðinu til Hollands sem njósnari en hann kom með okkur til Frakklands í sama tilgangi í fyrra. Á næstunni mun ég síðan fylgjast með leikmönnum hérna á Íslandi og í Skandinavíu þangað til hinar deildirnar í Evrópu fara aftur af stað. En núna er nauðsynlegt að taka smá pásu,�?? sagði Heimir að lokum.