�??Fyrst og fremst er ég stoltur af strákunum,�?? sagði Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari á blaðamannafundi eftir 2:0-sigur gegn �?kraínu í undankeppni HM í knattspyrnu. Ísland er jafnt Króatíu í efsta sæti riðilsins þegar tvær umferðir eru óleiknar.
�??�?að sýnir karakterinn í strákunum hvað þeir koma sterkir í þennan leik. Við vorum allir ósáttir við frammistöðuna gegn Finnum,�?? sagði Heimir og bætti við að karakter, skipulag og vinnusemi hefðu lagt grunninn að góðum sigri í kvöld.
Jón Daði æstur í að sanna sig
Spurður að því hvers vegna Jón Daði Böðvarsson hefði byrjað í kvöld sagði Heimir að hann hefði staðið sig vel á æfingum og hefði verið æstur í að sanna sig. �??Við vissum að hann myndi ógna bak við varnarlínuna þeirra þannig að Gylfi fengi aðeins meira pláss en í Finnlandi. �?etta voru taktískar ástæður og líkamlegar ástæður,�?? sagði Heimir.
Landsliðsþjálfarinn sagði að tími Sverris Inga Ingasonar væri í raun löngu kominn með landsliðinu en Sverrir byrjaði í kvöld á kostnað Kára Árnasonar. �??Hans tími var kominn fyrir löngu síðan en Kári og Raggi [Ragnar Sigurðsson] hafa spilað svo ofboðslega vel. Hann hefur sjálfur sagt að hann er framtíðarmiðvörður og hefur ekkert verið að stressa sig á þessu. Síðasti leikur sat í miðvörðunum okkar og við töldum að þetta væri rétti tíminn.�??
Vorum meðvitaðir um þeirra styrkleika
�?kraínska liðið byrjaði leikinn af miklum krafti en Heimir sagði að lagt hefði verið upp með að byrja af krafti. �??�?að fer ekki allt eins og maður ætlar sér,�?? sagði Heimir og glotti.
�??Planið var að falla aðeins aftur og reyna að nýta svæðið aðeins bak við þá. �?eir byrjuðu betur og það kom okkur ekki á óvart. Við vorum meðvitaðir um þeirra styrkleika og vissum að þetta yrði ekki leikur margra færa eða marka,�?? sagði þjálfarinn og bætti við að það hafi átt að passa upp á að þeir myndu ekki skora.
Heimir sagði að Emil Hallfreðsson fengi oft ekki það hrós sem hann ætti skilið en hann lék sérstaklega vel í seinni hálfleik í kvöld. �??Við vitum að þeir eru með vængmenn sem leita inn á miðju. Við héldum okkur við tvo sitjandi miðjumenn og hafandi séð þetta þá var það hárrétt ákvörðun,�?? sagði Heimir en Aron Einar Gunnarsson og Emil voru aftarlega á miðjunni, með Gylfa Sigurðsson þar fyrir framan.
Ræðst í lokaleiknum
�??�?g hef sagt það frá fyrsta blaðamannafundi að riðilinn mun ráðast í lokaleik,�?? sagði Heimir en Ísland, Króatía, �?kraína og Tyrkland eiga öll möguleika á því að komast á HM í Rússlandi þegar tvær umferðir eru óleiknar.
�??�?að sem mun ráða því hverjir komast áfram og hverjir verða í öðru sæti eru smáatriði. Smáatriði í síðasta leik ræður því hver fer á HM úr þessum riðli og hverjir verða í öðru sæti. �?að er mikilvægt að við séum með okkar smáatriði á hreinu.�??
Heimir sagði aðspurður að hann hefði ekki rætt við Lars Lagerbäck eftir að hans menn í Noregi töpuðu 6:0 fyrir �?ýskalandi í undankeppni HM. Hann var þá spurður að því hvort Lars hefði leitað meira til hans upp á síðkastið en öfugt. �??�?að hefur verið þannig frá upphafi,�?? sagði Heimir og horfði alvarlegur fram í salinn. �?rfáum sekúndum síðar skellihló hann og sagðist vera að grínast.
�??Ef við kæmumst á lokakeppni HM myndi ég segja að það væri mesta afrek í íslenskri knattspyrnusögu. �?að myndi ekki bara skipta máli fjárhagslega heldur líka sálfræðilega. �?að væri stórt og mikið afrek fyrir knattspyrnusambandið,�?? sagði Heimir en næsti leikur Íslands í undankeppninni er útileikur gegn Tyrklandi 6. október.
Mbl.is greindi frá.