Nú í hádeginum skrifaði Heimir Hallgrímsson, þjálfari ÍBV undir samning þess efnis að þjálfa meistaraflokkslið félagsins áfram. Fyrri samningur Heimis við ÍBV er framlengdur um eitt ár en Heimir hefur byggt upp sterkt lið hjá ÍBV sem endaði í þriðja sæti í Íslandmótinu í sumar.