Í Morgunblaðinu í dag er fjallað um ráðningu nýs landsliðsþjálfara í knattspyrnu. Þar kemur fram að líklega verði sænski þjálfarinn Lars Lagerbäck ráðinn á næstu dögum. Morgunblaðið fullyrðir ennfremur að Heimir Hallgrímsson, fyrrum þjálfari ÍBV verði ráðinn aðstoðarþjálfari landsliðsins.