Held að þetta sé fyrirfram ákveðið
6. júní, 2007

�?Mér finnst þetta skelfilegt,�? sagði Bergvin Oddson útgerðarmaður á Glófaxa þegar hann var spurður álits á tillögum Hafrannsóknastofnunnar. �?�?að hefur sjaldan verið meiri fiskur í sjónum og í vetur. �?g veit ekki hvaðan þessir fiskifræðingar koma, við hvern þeir tala og hvernig þeir athuga þetta. Ekki ræða þeir við menn sem stunda þetta, þeir virðast bara fara eftir fræðunum.�?

Bergvin, sem fór á sína fyrstu vertíð 1961, segir eðlilegt að það séu sveiflur í afla enda stýri náttúran því. �?�?að hafa alltaf komið dánvertíðir og það eru áraskipti í þessu. Okkur fannst fiskurinn vera vel haldinn í vetur og nóg æti í honum og ekkert sem gaf til kynna að hann væri styttri og horaðri en eðlilegt getur talist. �?vert á móti var hann vel haldinn, við höfum landað á markað og enginn kvartað. �?að er nógur fiskur en við höfum ekki verið spurðir og maður hefur það á tilfinningunni að þetta sé ákveðið fyrirfram.

Nánar er fjallað um tillögur Hafrannsóknastofnunnar í Fréttum og sömuleiðis rætt við þá Birgi �?ór Sverrisson, skipstjóra á Vestmannaey og Sindra �?skarsson, skipstjóra á Frá.

Tengdar fréttir

Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst