Staðan ÍBV versnaði nokkuð í kvöld þegar liðið tapaði fyrir Akureyri í botnslag N1 deildarinnar. Eyjamenn héldu í við gestina í fyrri hálfleik og í leikhléi var staðan 13:15 Akureyri í vil. En byrjunin á síðari hálfleik var afleit og þegar hálfleikurinn var hálfnaður var munurinn kominn upp í tíu mörk, 18:28. Gestirnir hreinlega keyrðu yfir heimamenn með góðri vörn og hraðaupphlaupum og lokatölur urðu 25:36, Akureyri í vil.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst