Það vekur athygli þegar Vestmannaeyjablöðin eru lesin að þar eru íbúar Eyjanna oftast nefndir og skrifaðir „Vestmanna-eyingar“, gagnstætt málfræði- og stafsetningarreglum og enn fremur eðlilegum framburði. Enginn segir *Vestmann-a-eyingur í eðlilegu tali, heldur „Vestmann-eyingur“. Hér er að verki sú regla í íslensku máli að viðskeytið „-ingur“ tekur oftast aðeins tvö atkvæði á undan sér og styttir orðstofninn sem því | er skeytt við ef hann er of langur. Þannig segja allir „Breiðfirðingur“, en enginn *Breiðafirðingur, því síður *Breiðafjarðaringur; allir segja „Reykvíkingur“, en ekki *Reykjavíkingur, „Norðlendingur“, enginn *Norðurlendingur o.s.frv. Stundum falla niður heilir orðhlutar í stofni til þess að krafa reglunnar sé uppfyllt: Enginn segir t.d. *Súgandafirðingur, heldur „Súgfirðingur“, enginn *Önundaf irðingur, heldur Önfirðingur, enginn *Bolungarvíkingur, heldur „Bolvíkingur“, enginn *Snæfellsnesingur, heldur „Snæfellingur“, enginn *Rangárvellingur, allir „Rangvellingur“ o.s.frv. Við þessa reglu bætast svo ýmsar málfræðilegar flækjur, hljóðvörp o.fl., sem ástæðulaust er fara nánar út í hér, og frá reglunni eru undantekningar að því leyti að atkvæðin á undan „-ingur“ geta verið fleiri en tvö eins og er einmitt í „Vestmanneyingur“, sbr. líka „Nýsjálendingur“.
Málvenja veitir ávallt góða leiðsögn um slíkt. Aðalatriðið er að um orð eins og „Vestmanneyingur“ fara saman málfræðireglur og eðlilegur framburður. Rithátturinn „Vestmann+a+eyingur“ er hins vegar gamall og nú orðið miklu algengari en „Vestmanneyingur“, og meira að segja kominn í orðabækur. Ég held að þessi ritháttur stafi af misskilinni ofvöndun í stafsetningu, og menn átti sig ekki á reglunni sem að baki að höfninni myndi opna mikla möguleika fyrir út- og innflutning. Með öruggum samgöngum milli lands og Eyja væru tækifærin óþrjótandi.“- Hann bætir við með hálfum léttleika: „Hver veit nema Vestmannaeyjar og Rangárþing eystra verði innan tíðar sama sveitarfélag – það væri eitthvað.“ Sameiginlegt afl sveitarfélaganna- Aðspurður um hvort stofnun innviðafélags líkt og gert hafi verið á Vestfjörðum gæti flýtt fyrir segir Anton Kári að öll form samstarfs sem auka slagkraft sveitarfélaganna séu til bóta. Hann nefnir sérstaklega mikilvægi þess að Vestmannaeyjabær og Rangárþing eystra standi saman vörð um hagsmuni Landeyjahafnar.- „Ég tel til dæmis að Rangárþing eystra gæti gert mun betur og þá Vestmannaeyjabær í að nýta Rangárþing eystra mun betur til að standa vörð um Landeyjahöfn og gera sig gildandi í umræðu, þrýstingi, og ákvarðanatöku varðandi höfnina.
Með sameiginlegum slagkrafti þessara sveitarfélaga tel ég að við náum að beita mun meiri þrýstingi og stöndum sameiginlega vörð um okkar hagsmuni, því þeir skarast mun meir heldur en fólk heldur,“ segir hann. býr og styðjist þá við bæjarnafnið Vestmannaeyjar. Fleiri viðskeyti í íslensku valda áþekkum breytingum í orðstofni til styttingar, t.d. „-sk“. Þannig er sagt í eðlilegum framburði: „vestmanneyskar stelpur“, en ekki: *vestmann+a+eyskar stelpur. Um viðskeyti í íslensku, m.a. „-ingur“, „-sk“ o.fl., eru til lærðar ritgerðir. Að starfsetningu orða með þessum viðskeytum (-ingur og -sk) er sums staðar vikið í kennslubókum og blaðapistlum. Þrátt fyrir það er orðmyndin „Vestmann+a+eyingur“ býsna algeng og lífseig. En eiga ekki umfram allt og alla Vestmanneyingar að hafa þetta á hreinu!
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst