Í desember sl. kærði Hveragerðisbær ákvörðun sýslumannsins á Selfossi um að synja leiðréttingu á fasteigna- og veðbókum embættisins hvað varðar gömlu tívolílóðina, Austurmörk 24 í Hveragerði. Lóðin var þinglýst eign Hraunprýði ehf. en Ármenn ehf. sem keypt höfðu byggingarrétt á lóðinni árið 2005 höfðu framselt ýmsa lóða- og byggingarrétti til Hraunprýði ehf. Héraðsdómur úrskurðaði í málinu í lok mars og féllst á kröfur Hveragerðisbæjar.
Hveragerðisbær eignaðist lóðina í desember 1994 og samningur var gerður við Ármenn ehf um kaup á byggingarrétti á lóðinni í október 2005. Þeim samningi fylgdi ekki beinn eignarréttur að lóðinni. Samkvæmt því var sýslumanni ekki heimilt að þinglýsa samningi Hveragerðisbæjar við Ármenn ehf. sem afsali af lóðinni.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst