Nýr Herjólf­ur prófaður á sjó í lok janú­ar
11. janúar, 2019
Ljós­mynd/​Svan­ur Gunn­steins­son

Starfs­menn skipa­smíðastöðvar­inn­ar Crist í Gdynia í Póllandi vinna við frá­gang á nýja Herjólfi. Stefnt er að því að skipið verði af­hent Vega­gerðinni í næsta mánuði og all­ar áætlan­ir rekstr­araðilans miða að því að hann hefji sigl­ing­ar 30. mars.

Guðbjart­ur Ell­ert Jóns­son, fram­kvæmda­stjóri rekstr­ar­fé­lags Herjólfs sem Vest­manna­eyja­bær stend­ur á bak við, seg­ir að und­ir­bún­ing­ur fyr­ir rekst­ur­inn gangi sam­kvæmt áætl­un. Skip­stjórn­ar­maður og vél­stjóri eru úti í Póllandi til að fylgj­ast með smíði skips­ins og skip­stjóri er hér heima í vinnu við ann­an und­ir­bún­ing.

Seg­ir Guðbjart­ur að prófa eigi skipið úti á sjó í fjórðu viku janú­ar. Þá verði all­ur búnaður skips­ins prófaður. Það fari eft­ir niður­stöðu þess hvort ráðast þurfi í frek­ari lag­fær­ing­ar. Enn er unnið að inn­rétt­ing­um í skip­inu og upp­setn­ingu búnaðar, að því er fram kem­ur í Morg­un­blaðinu í dag.

Mbl.is greindi frá

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
6. tbl. 2025
6. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.