Herjólfur leggur senn af stað úr Hafnarfjarðarhöfn eftir þriggja vikna slipp. Fréttin er skrifuð kl. 0.30 og var þá verið að gera klárt til brottfarar. Að sögn Ólafs Jóhanns Borgþórssonar, framkvæmdastjóra Herjólfs gekk vinnan í slippnum mjög vel og komist var yfir ótrúlega mörg verkefni sem þörfnuðust viðhalds. „Í svona skipi eru svo ótrúlega mikið af hlutum, vélum og búnaði sem þarf að skoða, stórum sem smáum og allt á að vera í fullkomnu lagi.
Aðspurður um hvernig hefði gengið að koma skipinu niður í dag sagði Ólafur að í morgun, þegar verið var að setja skipið á flot kom í ljós að það þurfti að vinna frekar í kælibúnaði skipsins og var því skipinu aftur lyft og gert við það sem þurfti að laga auk þess sem hver einasta mínúta var nýtt til þess að mála, og var lokið við að mála nú skömmu fyrir brottför skipsins.
„Herjólfur er áætlaður við bryggju í Eyjum snemma í fyrramálið og verður morgundagurinn nýttur í ýmislegt tilstand eins og til dæmis að gera kojusalinn kláran. Því mun Baldur sjá um áætlunarsiglingar á morgun og Herjólfur kemur í áætlun á mánudagsmorgun. Ég vil nota tækifærið og þakka Baldursfólkinu öllu fyrir framúrskarandi þjónustu við okkur Eyjamenn, þau hafa staðið sig frábærlega í oft krefjandi aðstæðum, sérstaklega síðustu dagana,” segir Ólafur að lokum.





















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.