Bæjaryfirvöld í Vestmannaeyjum hafa brotið grunnréttindi launafólks

Gamli Herjólfur mannaður verkfallsbrjótum sigldi út úr Vestmannaeyjahöfn til Landeyjarhafnar upp úr hádegi. Bæjaryfirvöld í Vestmannaeyjum hafa þar með brotið grunnréttindi launafólks; lög um vinnudeilur og gegn dómi Félagsdóms í liðinni viku. Útgerð Herjólfs ohf. sem er í eigu Vestmannaeyjabæjar notar eigur ríkisins til þess að beita launafólk lögleysu og ofríki.

Bæjaryfirvöld í Eyjum beita þernur og háseta fádæma ofríki og viðhafa vinnubrögð sem hafa ekki þekkst frá í Kreppunni miklu og setningu laga árið 1938 um vinnustöðvanir. Þar segir í 18. grein: „Þegar vinnustöðvun hefur verið löglega hafin, er þeim, sem hún að einhverju leyti beinist gegn, óheimilt að stuðla að því að afstýra henni með aðstoð einstakra meðlima þeirra félaga eða sambanda, sem að vinnustöðvuninni standa.“

Frá setningu laganna hefur ekki hefur verið ágreiningur um rétt launafólks til vinnustöðvana, eða í 82 ár. Nú hefur opinbert hlutafélag brotið grundvallarreglu á vinnumarkaði. Bæjarútgerðin í Eyjum brýtur grunnréttindi launafólks og notar til þess eigur ríkisins. Alvarlegra getur málið ekki verið. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hlýtur að stöðva lögleysu bæjaryfirvalda í Eyjum.

Fyrir níu dögum dæmdi Félagsdómur verkfall Sjómannafélags Íslands löglegt. Dómurinn dæmdi að bæjarútgerð Vestmannaeyja bæri að gera kjarasamning við fólkið um borð í Herjólfi. Það er rétt að upplýsa að vinnuskylda háseta og þerna sem annarra skipverja um borð í Herjólfi er frá hálfsjö að morgni fram yfir miðnætti til klukkan hálftvö. Vinnutími fólksins er að 2/3 utan dagvinnutíma. Fólkinu er gert að vinna þrjár helgar í mánuði og alla hátíðsdaga. Bæjaryfirvöld í Eyjum neita að fylgja fordæmi Eimskips og Samskips og fjölga þernum úr 3 í 5 yfir hásumarið vegna álags.

Þegar vélstjóri gekk í land og brottför tafðist, fór venslamaður bæjarfulltrúa í plássið og innsiglaði og innmúraði aðild bæjaryfirvalda að lögleysunni. Framkvæmdastjóri útgerðarfélags bæjarstjórnar segir að gamla Herjólfi hafi seinkað þar sem skipið hafi legið lengi við bryggju og sigli þar sem nýi Herjólfur fari senn í skoðun. Sannleiksunnandi í stól framkvæmdastjóra, eða hvað finnst leasanda? Sonur framkvæmdastjórans er meðal verkfallsbrjóta. Auðvitað gildir einu hvort nýi eða gamli Herjólfur sigli, lögbrotið er hið sama. Siglingamálastofnun hlýtur að ganga úr skugga um hvort alls öryggis um borð sé fullnægt.

Bæjaryfirvöld bera fulla ábyrgð ofríkinu í Eyjum. Íris Róbertsdóttir bæjarstýra segir að deilan sé ekki á hennar borði. Bæjarstýra er að skjóta sér undan ábyrgð svo eftir er tekið. Íris heldur á eina hlutabréfinu í Bæjarútgerðinni sem rekur Herjólf.

15. júlí 2020
Jónas Garðarsson
formaður samninganefndar
Sjómannafélags Íslands

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Aaro Orrason Vähätalo
30. ágúst 2025
Drengur
Turku Finnland

Foreldrar

Laura Vähätalo og Orri Arnórsson
76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.

Foreldrar

Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.
Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn

Foreldrar

Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson
Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.

Foreldrar

Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon
Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.

Foreldrar

Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson
462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.

Foreldrar

Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.
Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.

Foreldrar

Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.
Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.

Foreldrar

Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir
Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.

Foreldrar

Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson
F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.

Foreldrar

Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir
Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík

Foreldrar

William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.
E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes

Foreldrar

Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson
Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík

Foreldrar

Todor Hristov og Marta Möller
Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík

Foreldrar

Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson
Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík

Foreldrar

Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani
IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi

Foreldrar

Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason
tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík

Foreldrar

Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir
nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík

Foreldrar

María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson
jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík

Foreldrar

Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir
Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík

Foreldrar

Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.