Herjólfur III siglir þrátt fyrir verkfall undirmanna
15. júlí, 2020
Herjólfur Básasker
Herjólfur III hefur m.a. verið nýttur í afleysingar fyrir Herjólf IV þegar hann stoppar vegna viðhalds.

Ákveðið hefur verið að Herjólfur III sigli í dag, 15.júlí fjórar ferðir í Landeyjahöfn. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Herjólfur sendi frá sér rétt í þessu.

Brottför frá Vestmannaeyjum kl: 09:30, 12:00, 17:00 og 19:30
Brottför frá Landeyjahöfn kl: 10:45, 13:15, 18:15 og 20:45

Það er mat framkvæmdastjórnar Herjólfs ohf að tryggja þurfi með óyggjandi hætti öruggar samgöngur milli Vestmannaeyja og lands enda er þetta eini þjóðvegurinn sem íbúar og fyrirtæki í Vestmannaeyjum treysta á og er eina samgöngukerfið sem tryggir aðgengi íbúa og lögaðila að nauðsynlegri þjónustu.

Greiðar og öruggar samgöngur eru forsenda lífsgæða sem allir landsmenn gera kröfu til.

Undirmenn í áhöfn ferjunnar koma úr röðum annarra stéttarfélaga en Sjómannafélagi Íslands. Í þessum ferðum er ekki boðið upp á þjónustu í kaffiteríu ferjunnar. Biðjumst við velvirðingar á því.

Hægt er að bóka í þessar ferðir á www.herjolfur.is eða í síma 4812800.

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
6. tbl. 2025
6. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.