Ákveðið hefur verið að Herjólfur III sigli í dag, 15.júlí fjórar ferðir í Landeyjahöfn. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Herjólfur sendi frá sér rétt í þessu.
Brottför frá Vestmannaeyjum kl: 09:30, 12:00, 17:00 og 19:30
Brottför frá Landeyjahöfn kl: 10:45, 13:15, 18:15 og 20:45
Það er mat framkvæmdastjórnar Herjólfs ohf að tryggja þurfi með óyggjandi hætti öruggar samgöngur milli Vestmannaeyja og lands enda er þetta eini þjóðvegurinn sem íbúar og fyrirtæki í Vestmannaeyjum treysta á og er eina samgöngukerfið sem tryggir aðgengi íbúa og lögaðila að nauðsynlegri þjónustu.
Greiðar og öruggar samgöngur eru forsenda lífsgæða sem allir landsmenn gera kröfu til.
Undirmenn í áhöfn ferjunnar koma úr röðum annarra stéttarfélaga en Sjómannafélagi Íslands. Í þessum ferðum er ekki boðið upp á þjónustu í kaffiteríu ferjunnar. Biðjumst við velvirðingar á því.
Hægt er að bóka í þessar ferðir á www.herjolfur.is eða í síma 4812800.




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.