�?tlit er fyrir að rýmkist verulega um farþegaflutninga á leiðinni Vestmannaeyjar Landeyhöfn. Samkvæmt heimildum hefur innanríkisráðherra brugðist við beiðni Vestmannaeyjabæjar og undirritað reglugerð um breytingu á reglugerð um öryggi farþegaskipa í innalandssiglingum, með síðari breytingum. Reglugerðin hefur verið send til birtingar í B-deild Stjórnartíðinda. �?etta þýðir að siglingasvæðið milli Landeyjahafnar og Vestmannaeyja er þá svo kallað C hafsvæði yfir sumartímann.
�?essu fylgir sú breyting að Herjolfur má þar með flytja 525 farþega (í stað 390) frá 1 mai til 30 september. �?egar Herjólfur siglir fimm ferðir þá getur hann þar með flutt 675 farþegum meira án nokkurs auka kostnaðar.
�?etta merkir einnig að þar með mega öll önnur sjóför sem heimild hafa til farþegasiglinga á hafsvæði C taka upp siglingar í Landeyjahöfn. Eftir stendur að flesta daga er Herjólfur bundinn við bryggju yfir miðjan daginn og staðan er sú saman með flutning á bílum milli lands og Eyja. En þetta er vissulega áfangasigur.