Samkvæmt tilkynningu frá Eimskip mun Herjólfur sigla síðdegis til Þorlákshafnar. Farið verður frá Vestmannaeyjum klukkan 15:00 og klukkan 19:00 frá Þorlákshöfn. Samkvæmt upplýsingum sem fengust um borð í skipinu er sjólag með þeim hætti að ekki er ráðlagt að sigla inn í höfnina að svo stöddu.