Herjólfur vélarvana í Vestmannaeyjahöfn
30. júní, 2010
Herjólfur er nú vélarvana í Vestmannaeyjahöfn og rak skipið stjórnlaust um tíma. Ekki er vitað hvað olli því að skipið missti afl en skipið rak frá bryggju við brottför og virðist hafa misst afl strax og landfestar voru leystar. Farþegaskipið rak frá bryggju en Frár VE og hafnsögubáturinn Lóðsin reyna nú að koma farþegaskipinu að bryggju að nýju.
Skoða blaðið á netinu
Forsida 12 Tbl 2024
12. tbl. 2024
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst