�?Næstum hver einasti ferðamaður sem kemur til landsins ekur fram hjá Friðheimum á leið að Gullfossi og Geysi. Með markaðssetningu og kynningu ætlum við að reyna fá ferðaskrifstofur til þess að venja hópa á að koma við á bænum og horfa á sýningu á íslenska hestinum,�? segir Knútur en sýningarnar fara ekki á fullt fyrr en næsta sumar. �?ó verða haldnar nokkrar slíkar í sumar. �?Gestir eru leiddir upp í áhorfendapall þar sem þeir horfa á íslenska hestinn tölta um, hlusta á einfaldan fróðleik og fá síðan að klappa hestunum. Allt þetta á skömmum tíma, sniðið fyrir þá ferðamenn sem vilja skoða sem mest á sem skemmstum tíma.�?
Að sögn Knúts er einnig ráðgert að nýta aðstöðuna í reiðhöllinni fyrir hrossarækt, tamningar og reiðkennslu.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst