Alþingiskosningar nálgast óðfluga og spennan í kringum þær er áþreifanleg. Margir hverjir, sérstaklega þeir sem ekki hafa brennandi stjórnmálaáhuga, eru væntanlega þó orðnir þreyttir á umræðunni, líkt og ég var orðin þreytt á 50 ára afmælisdagskrá R�?V, og því spenntir eftir að kosningunum loks ljúki.
Persónukjör
Í kringum kosningar heyrist oft það sjónarmið hversu gott það væri ef hægt væri að að kjósa fólk en ekki flokka. �?g skil vel þá hugsun og er sammála henni að mörgu leyti. Hins vegar myndi slíkt fyrirkomulag væntanlega verða einkar erfitt í framkvæmd. �?g sé fyrir mér 63 alþingismenn, hver með sínar áherslur, stefnur, hugsjónir og hugðarefni eyða vikum ef ekki mánuðum í skoðanaskipti, rökræður og almennt þras við að reyna að komast að sameiginlegri niðurstöðu. Myndun ríkisstjórnar yrði án efa erfið, tímafrek og flókin.
�?ví þurfum við Íslendingar í krafti fjöldans, líkt og okkur einum er lagið, að sameinast um stefnur, málefni og forgangsröðun og fylkja okkur bakvið þær. Að sjálfsögðu eru aldrei allir stuðningsmenn allra flokka alltaf sammála öllum þeim málum sem unnið er eftir en stefna hvers stjórnmálaafls er samþykkt af landsfundi þar sem félagsmenn, eins og ég sjálf, geta vissulega haft áhrif.
Umræðuhefðin má breytast
�?skandi væri að almenn umræða um stjórnmál og það mæta fólk sem starfar á þeim vettvangi, væri á hærra plani. �?skandi væri að umræðan væri jákvæðari, uppbyggilegri og laus við niðurrif, persónuárásir og jafnvel samsæriskenningar sem eiga sér oftar en ekki engar stoðir í raunveruleikanum. Hugsanlega er ég barnaleg en ég hef þá trú að þeir einstaklingar sem gefa kost á sér í slík störf vilji vinna af heilindum þjóðinni til hagsbóta, en við höfum einfaldlega mismunandi nálgun að því markmiði. Draumur minn er að í stað þess að draga í sífellu fram fortíðardrauga og finna öðrum allt til foráttu að þá gætum við nýtt orkuna í að einblína meira á hvað við sjálf höfum fram að færa, hvað við gerum vel og helst hvað við viljum gera betur. �?að eru aukinheldur engir óyfirstíganlegir ósigrar fólgnir í viðurkenndum mistökum eða skoðanaskiptum, slíkt er mannlegt og stjórnmálamenn eru vissulega mannlegir. Slík umræðuhefð gæti bætt úthald og aukið áhuga almennings gagnvart stjórnmálum og hugsanlega aukið virðingu þingstarfa og gert þau eftirsóknarverðari.
Kosningarétturinn mikilvægur
�?g er búin að gera upp minn hug og meira að segja búin að kjósa. �?g kaus Sjálfstæðisflokkinn. Ekki af því að Píratar eru ,,ómögulegir afstöðulausir anarkistar�??, ekki af því að Vinstri Grænir eru ,,mótsagnakenndir umhverfissinnaðir sósíalistar�??, ekki af því að Samfylkingin eru ,,afturhaldssamir kommúnistar í útrýmingarhættu�?? og sérstaklega ekki af því að ,,Sjálfstæðisflokkurinn eru eiginhagsmunasinnaðir íhaldsmenn sem leika sér í spillta vestrinu�??. Heldur vegna þeirrar einföldu ástæðu að ég er stolt af þeim fjölmörgu góðu verkefnum sem Sjálfstæðisflokkurinn og það góða fólk sem í honum starfar hefur náð í gegn á því stutta kjörtímabili sem nú er að klárast. Margt má hins vegar gera betur, ég er t.d. engan veginn sátt við að í Vestmannaeyjum sé ekki hægt að fæða börn með góðu móti og að samgöngurnar okkar séu enn þann daginn í dag eins og þær eru þó vissulega horfi til betri vegar. �?g hef trú á að þrátt fyrir að Ísland búi við einstaka velsæld á flestum alþjóðamælikvörðum að þá höfum við alltaf möguleika á að ná lengra. �?g trúi því sérstaklega í ljósi velgengni hagstjórnar landsins undanfarinna ára að Sjálfstæðisflokkurinn sé best til fallinn til að hjálpa Íslandi á þeirri vegferð. Umfram allt hvet ég þig kjósandi góður til að mæta á kjörstað og taka afstöðu. Lýðræði og kosningaréttur er ekki sjálfgefinn. Virðum lýðræðið, kjósum.
Hildur Sólveig Sigurðardóttir
Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum