Ólympíuleikarnir hefjast í London með formlegum hætti á morgun, föstudag með opnunarhátíð leikanna. Eftir því sem næst verður komist er einn Eyjamaður sem tekur þátt í leikunum í ár, handknattleiksmaðurinn Kári Kristján Kristjánsson er í leikmannahópi íslenska liðsins sem vann silfurverðlaun á leikunum fyrir fjórum árum.