Vestmannaeyjahlaupið var haldið í fyrsta sinn í dag. Í hlaupinu var boðið upp á þrjár vegalengdir, 5, 10 og 21 km en hlaupið fór fram við frábærar aðstæður í dag, í sól og sannkallaðri haustblíðu. Þátttakendur voru um 250 talsins en það kom fáum á óvart þegar Kári Steinn Karlsson, langhlaupari kom fyrstur í mark í 21 km hlaupinu á tímanum 1:12. Berglind Þóra Steinarsdóttir kom fyrst kvenna í mark á tímanum 1:44.