Eyjarokksveitin Hoffman hefur ákveðið að hætta. Þetta tilkynntu liðsfélagar sveitarinnar á fésbókarsíðu sveitarinnar í morgun en sveitin átti að spila á Airwaves tónleikahátíðinni sem hefst í vikunni. Sveitin er hættir hins vegar strax og mun ekki spila á hátíðinni. Ólafur Kristján Guðmundsson, söngvari sveitarinnar segir að liðsmenn Hoffman skilji í góðu, þreyta hafi einfaldlega orðið til þess að ákveðið var að hætta.