Guðmundur Pedersen, hjá innanlandsdeild Eimskips segir að Eimskip hafi ekki lagt það til að loka Landeyjahöfn. Fundur í dag hafi ekki snúist um tillögur í þá áttina heldur hafi Eimskip, sem er rekstraraðili Herjólfs verið að óska upplýsinga um dýpkunarframkvæmdir við Landeyjahöfn í vetur.