Handknattleiksdeild ÍBV, í samstarfi við Eimskip, býður upp á hópferð á leiki meistaraflokks karla og kvenna á morgun þriðjudag. ÍBV sækir þá Val heim á Hlíðarenda en karlaliðið er með bakið upp við vegg, eru 2:1 undir og tap þýðir að tímabilinu er lokið. Stelpurnar jöfnuðu hins vegar metin í sinni rimmu, 1:1 með mögnuðum og afar sannfærandi sigri í gær. Kvennaleikurinn hefst klukkan 17:45 og karlaleikurinn 19:45. Vegna leikjanna, hefur verið sett upp aukaferð með Herjólfi þannig að allir komast heim aftur. Aðeins eru 100 sæti í boði og um að gera að panta sér pláss tímanlega. Verð í rútuna er 2.000 krónur báðar leiðir en þeir sem fara í ferðina, greiða sjálfir í Herjólf og á leikinn. Pantanir eru hjá Sigga Braga í síma 844-3026 eða netfangið
sigurdur.bragason@sjova.is, hjá Gulla í síma 697-7892 eða netfangið
gulli@ibv.is og hjá Sindra �?lafs í síma 858-2551 eða á netfangið
sindri@skipalyftan.is.
Ferðaplanið er þannig að farið er með Herjólfi klukkan 11:30 og keyrt til Reykjavíkur. Komið verður við í Keiluhöllinni klukkan 14:00 og svo rölt í Valsheimilið klukkan 17:00. Sérstakt tilboð verður í Keiluhöllinni, klukkutími í keilu og hamborgaratilboð á aðeins 2.220 kr. Eftir leikina mikivægu verður svo haldið beinustu leið aftur til Eyja.
Ekki þarf að fjölyrða um mikilvægi leikjanna. Eins og áður sagði dugir karlaliðinu ekkert minna en sigur til að halda tímabilinu á lífi. Kvennaliðið getur náð undirtökunum í rimmunni gegn Val með sigri en liðin mætast á ný í Vestmannaeyjum á fimmtudag. Bæði lið þurfa á stuðningi að halda, nú sem aldrei fyrr. Hvernig væri að flytja stemmninguna frá síðasta leik í gær yfir til Reykjavíkur og sýna landsmönnum hvernig á að styðja við sitt lið?