Hörkuleikir í undanúrslitum Coca Cola bikarsins
17. febrúar, 2015
Í hádeginu var dregið í undanúrslitum Coca Cola bikars karla og kvenna í handbolta en bikarúrslitahelgin fer fram í Laugardalshöllinni 26. til 28. febrúar. ÍBV átti bæði kvenna og karlalið í pottinum.
Íslandsmeistarar ÍBV drógust gegn Bikarmeisturum Hauka. Stelpurnar drógust gegn Gróttu en Grótta situr á toppi Olísdeildar kvenna. Um hörkuleiki er að ræða hjá báðum liðum ÍBV.
Leikirnir eru eftirfarandi
Undanúrslit Coca Cola bikar karla
Valur – FH
ÍBV – Haukar
Undanúrslit Coca Cola bikar kvenna
Valur – Haukar
ÍBV – Grótta
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst