„Heldur brösuglega gekk hjá okkur fyrstu tvo sólarhringana. Við leituðum að makríl í Síldarsmugunni, út undir mörkum norskrar lögsögu en fundum lítið. Svo röðuðu skipin sér upp og leituðu skipulega norður eftir, fundu fisk og köstuðu. Margir fengu 400 tonn og allt að 600 tonnum. Hörkuveiði sem sagt á þeim bletti. Þetta er mjög fínn fiskur með litla átu,“ sagði Jón Atli Gunnarsson, skipstjóri á Kap VE, við Ingólfshöfða undir miðnættið á leið til Eyja.
Gert var ráð fyrir að skipið kæmi til hafnar um sjöleytið í morgun og þá hæfist löndun og vinnsla þegar í stað. Hlé hefur verið á makrílvinnslu VSV frá því á fimmtudaginn var en nú fer allt í gang á nýjan leik. Kap kom með 930 tonn og Ísleifur VE er á landleið líka með 1.100 tonn.
„Ísleifsmenn eru 16-18 tímum á eftir okkur. Þeir komu beint í veiðina á svæðið þar sem við vorum fyrir og fengu mjög góðan afla þar og á öðrum bletti,“ sagði Jón Atli.
„Þetta getur verið umtalsverð leit og eltingaleikur. Það finnast makrílblettir og þá kemur allur flotinn og veiðir. Núna vorum við það nálægt lögsögumörkum Noregs að makríllinn gat farið inn í norska lögsögu í skjól og komið svo aftur út í Smuguna á öðrum stöðum.
Síldarsmugan er mjög stór og ekki auðvelt að finna blettina þar sem fiskurinn heldur sig á hverjum tíma. Á landleiðinni núna sáum við til að mynda vaðandi makríl í Smugunni miðri, hátt í 100 mílur frá þeim stað þar sem við vorum við veiðar.“





















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.