Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið ákærður af embætti héraðssaksóknara fyrir að bíta lögreglumann og að hóta að beita lögreglukonu kynferðislegu ofbeldi.
Maðurinn var handtekinn í Vestmannaeyjum í febrúar. Beit hann lögreglumann meðan á handtökunni stóð og fékk lögreglumaðurinn bitfar á handarbak.
Við komu á lögreglustöðina í Vestmannaeyjum hótaði maðurinn lögreglumanninum sem hann hafði bitið sem og lögreglukonu sem var við störf. Í ákæru málsins kemur fram að hann hafi hótað þeim báðum lífláti og þá hafi hann hótað konunni því að beita hana kynferðislegu ofbeldi og að „hún yrði hvergi óhult,“ eins og það er orðað í ákærunni.
Farið er fram á að maðurinn verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst