LÍÚ hótar nú verkbanni vegna veiðigjaldsins. Á sama tíma hefur hagnaðurinn af útgerð sjaldan eða aldrei verið meiri. Þá heimtar LÍÚ að lækka laun sjómanna því laun sjómanna séu of há og þörf sé á lækkun þeirra vegna veiðigjaldsins. Fullyrðingar um slíkt standast þó ekki. Launakostnaður, líkt og rekstrarkostnaður útgerða, er frádreginn stofni til veiðigjalds.