Laugardaginn 7. maí n.k. frá kl 10.00 til kl. 12.00 verður hinn árlegi hreinsunardagur haldinn á Heimaey. Félagasamtök í Vestmannaeyjum hafa í gegnum tíðina tekið þátt í þessu verkefni og hefur þetta gengið mjög vel. Fyrirkomulagið verður það sama og venjulega. Félagasamtökum er úthlutað svæðum sem þau síðan hreinsa. Starfsmenn Sorpeyðingastöðvarinnar munu vera hópunum innan handar. Að loknu hreinsunarátaki mun Bæjarstjórn síðan bjóða til grillveislu á Ráðhúströð. Við hvetjum að sjálfsögðu alla bæjarbúa til að taka þátt í deginum.
Meira um hreinsunardaginn í næstu Eyjafréttum