Enn er unnið að rannsókn á innbroti sem framið var í Gull- og silfurverslun Steingríms Benediktssonar í Vestmannaeyjum í fyrrinótt. Meðal annars hefur verið notast við vefmyndavél á ráðhúsi bæjarins. Að sögn lögreglunnar í Vestmannaeyjum hefur enginn verið handtekinn enn, en hringurinn sé heldur tekinn að þrengjast.