Fyrri umferðin í héraðsmóti karla í blaki var leikin á Hvolsvelli 24. janúar sl. og mættu fimm lið til leiks. Mótið gekk vel og var keppnisgleðin og léttleikin í fyrirrúmi eins og á undanförnum mótum.
Lið Hrunamanna heldur áfram sigurgöngu sinni og vann alla leikina og eru með fullt hús stiga. Hamar og Samhygð eru með jafn mörg stig í öðru og þriðja sæti.
Myndir af öllum þátttökuliðum má sjá á heimasíðu HSK, www.hsk.is
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst